Ég sat í gær svöng og borðaði ávaxtamauk frá dóttur minni, ógeðslega fúl yfir því að eiga ekkert sætt og gott til að borða. Dreymdi um að einhver kæmi með nýbakaða súkkulaðiköku með mjólk handa mér, en sá draumur rættist ekki!!! Hvað er það samt? Ákvað hinsvegar þá að gera eitthvað ótrúlega gott í eldhúsinu í dag úr sætu deildinni og TATARAAAAAAAAAA!
Já ég veit þetta er engin súkkulaðikaka, en bíðið bara, þetta er illa gott, litríkt, stútfullt af hnetum, fræjum, berjum og höfrum og pínku pínku lítið af hvítu súkkulaðidropum fyrir þá sem það kjósa og já ég kýs það. Svo er þetta svo einfalt þannig þeir sem aldrei hafa gert neitt í eldhúsinu nema að vaska upp og þurrka, rúlla þessu auðveldlega upp. Nafnið segir sig sjálft, kúlurnar eru trylltar á bragðið og gefa okkur góða orku þegar allar frumur í líkamanum kalla á eitthvað sætt! Svo fæ ég mér köku um helgina….
Ohhhhh það sést bara hvað þessar eru tryllt góðar
Eru þið alveg að fatta hvað þetta er wonderfúl??
Má bjóða þér?? Neiiiijjjj, ég tími því ekki!
Trylltar orkukúlur
1 bolli rúmlega af niðurskornum döðlum
1/2 bolli hunang
1 msk chia fæ
1 msk hörfræ eða hveitikím
hnífsoddur salt
1 1/2 bolli tröllahafrar
1 bolli (um 120 g) pistasíuhnetur
1 bolli þurrkuð trönuber (cranberries)
1/3 bolli hvítir súkkulaðidropar (má sleppa)
Aðferð
- Blandið saman döðlum, hunangi, chia fræjum, hörfræjum og salti í matvinnsluvél og látið á “pulse” þar til allt hefur blandast vel saman og er orðið mjúkt. Þið eigið að geta hrært í blöndunni, ef hún er of þykk bætið þá út í 1-2 msk af hunangi.
- Færið blönduna í stóra skál, bætið út í höfrum, hnetum, berjum og hvíta súkkulaðinu og blandið vel saman.
- Búið til kúlur úr blöndunni og látið á smjörpappír.
- Borðið og geymið afganginn, ef einhver er, í frysti. Þær þiðna fljótt.
Leave a Reply