Hér er á ferðinni sérstaklega mjúk og dásamleg súkkulaðikaka í hollari kantinum sem ætti að vekja mikla lukku.
Zucchini súkkulaðikaka
120 ml kókosolía
175 g dökkir súkkulaðidropar
128 g hveiti
3 msk kakó
½ tsk lyftiduft
½ tsk sjávarsalt
1 egg
1 bolli zucchini, rifið og þerrað
110 g pálmasykur eða púðursykur
1 tsk vanilludropar
Súkkulaðigljái
125 g dökkir súkkulaðidropar
3 msk smjör
1 msk hlynsýróp
½ tsk vanilludropar
- Setjið kókosolíu og helminginn af súkkulaðidropunum í pott og bræðið við meðalhita. Hrærið vel í blöndunni og takið af hitanum þegar allt hefur blandast vel saman.
- Bætið hveiti, kakó, lyftidufti og sjávarsalti í skál og blandið vel saman.
- Hrærið egg, zucchini, sykur og vanillu vel saman.
- Blandið súkkulaðiblöndunni saman við þetta og hrærið vel. Hellið í skálina með hveitinu og hrærið öllu saman. Bætið afganginum af súkkulaðidropunum saman við deigið.
- Hellið í form ca. 33 x 23 cm á stærð hulið smjörpappír. Bakið við 175°c í 15 mínútur. Takið þá úr ofni og leyfið að standa í 10 mínútur.
- Gerið súkkulaðigjáann með því að blanda smjöri, súkkulaðidropum og hlynsýrópi saman í pott. Bræðið við vægan hita og bætið vanilludropunum saman við í lokin. Hellið súkkulaðigjáanum yfir kökuna.
Leave a Reply