Ég er svo spennt að fá að deila með ykkur vörum sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þær koma frá danska fyrirtækinu Lakrids by Johan Bülow sem sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Algjört nammi! Johan Bülow stofnaði lakkrísframleiðslufyrirtæki sitt Lakrids by Johan Bülow fyrir 6 árum síðan, þá aðeins 23 ára...
Tag: <span>bakstur</span>
Marengstoppar með þristum
Það er orðin hefð hjá mér að baka þessa góðu marengstoppa fyrir jólin og það kemur skemmtilega á óvart að fylla marengsinn með þristasúkkulaði. Skemmtilegt og einfalt að baka og gaman að leyfa börnunum að taka þátt. Slær alltaf í gegn! Þristatoppar 4 stk eggjahvítur 210 gr púðursykur 1 poki þristar, saxaðir örsmátt Þeytið eggjahvítur...
Pekanhnetu góðgæti
Það er eitthvað við þennan árstíma sem fær mig til að langa að nota pekanhnetur í alla eldamennsku og bakstur. Ætli ég sé ekki undir Bandarískum áhrifum þar enda þakkagjörðahátíðin ekki langt undan og pekanhnetur mikið notaðar í kringum þann mat hvort sem það er í fyllingu, í sósur eða kökurnar. Aldrei skulu þessir ofurljúfu pekanhnetubitar...
Allra bestu smákökurnar?
Uppskriftina* að þessum súkkulaðibitakökum rakst ég á um daginn og þar sem því var haldið fram að þessi uppskrift væri sú allra allra allra besta. Það hljómar náttúrulega ofurvel og því ákvað ég að henda í þessa uppskrift í dag þegar að löngunin í eitthvað sætt (og pínu jóló (nei ég sagði þetta ekki!!!!)) kom...
Veislupavlova með ferskum ávöxtum
Þessa uppskrift hef ég margoft verið beðin um að setja inn á síðuna, en einhverra hluta vegna hefur það ekki gerst. Pavlova er elskuð og dáð á mínu heimili og ég veit ekki hversu oft ég hef gert hana fyrir afmæli eða aðrar veislur. Þessi kaka er klárlega leynivopnið mitt. Uppskriftina fékk ég fyrir mörgum...
Smákökur með súkkulaði og hnetusmjöri
Ég ætlaði að gera eitthvað hollt en það var svo mikil rigning að ég hætti við og gerði þessar súkkulaðibitasmákökur í staðinn….hlutirnir verða ekki rökréttari! Þetta var ást við fyrsta bita enda ólýsanlega bragðgóðar. Stökkar en um leið mjúkar, með mildu hnetusmjörbragði sem blandast ljúflega við súkkulaðidropana og salthnetubitana. Það besta er að það tekur...
Baby Ruth bomba
Fyrir nokkrum árum þegar ég var tiltölulega nýbyrjuð í vinnunni minni mætti einn starfsmaðurinn með þessa himnesku köku. Það er skemmst frá því að segja að síðan þá hefur þessi starfsmaðurinn verið í sérstöku uppáhaldi og kakan einnig enda fáar kökur sem ná að skáka þessari. Einföld í gerð og frábær í munni. Baby Ruth...