Um okkur
Velkomin á GulurRauðurGrænn&salt!
Hér finnið þið uppskriftir að mat í lit..gulur, rauður og grænn því fleiri litir því betra. Uppskriftir sem ég hef prófað, margar þróað og verið ánægð með!
Ég heiti Berglind Guðmundsdóttir og er eigandi GRGS ásamt því að vera hjúkrunarfræðingur og gædd þeirri lukku að vera fjögurra barna móðir. Maturinn sem ég elda er litríkur, fjölbreyttur, fallegur, bragðgóður, hollur og næringarríkur..en að sjálfsögðu bregður maður einstaka sinnum útaf vananum þar og sukkar smá….það má!
Síðan hefur verið starfrækt frá árinu 2012 og á þeim tíma vaxið og dafnað. Það er okkar markmið að hér finnð þið uppskriftir sem eru einfaldar og fjölbreyttar.
Árið 2018 bættust tveir snillingar í GRGS hópinn – 100% fólk sem gera síðuna enn betri en það eru þau Valgerður og Hafliði. Meira um þau hér að neðan.
Ath. Öll myndartaka og uppsetning síðunnar er í mínum höndum. Vinsamlegast hafið samband við mig ef ykkur langar að birta uppskrift af síðunni.

Ég heiti Valgerður og er bókmennta- og förðunarfræðingur.
Er gift, tveggja barna móðir og bý og starfa í Seljahverfinu. Ég hef alltaf
haft mikinn áhuga á matargerð og bakstri og finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með allskonar uppskriftir héðan og þaðan. Ég les uppskriftabækur, blöð og einnig nota ég netið mjög mikið. Ég er með eigið matarblogg sem ég byrjaði með 2011. Eins og mörg önnur blogg byrjaði það þannig að ég var bara að halda utan um eigin uppskriftir og tilraunamennsku. Þannig er það ennþá að mörgu leyti, ég set kannski ekki mjög ört inn uppskriftir en alltaf með reglulegu millibili. Ég er mjög lítið í fínvinnu með sykurmassa og þannig dúllerí, er miklu frekar í bragðgóðu, einföldu og rústik gumsi, hvort sem það eru sætir bitar eða matur.
Vona að þið finnið eitthvað við ykkar hæfi í færslunum mínum!

Hafliði Már Brynjarsson
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply