Description
Ert þú ekki sátt í eigin skinni og/eða óánægð með þann stað sem þú ert á í lífinu?
Vantar þig meiri gleði, kærleiksríkari samskipti, þor til að takast á við áskoranir og/eða setja fólki mörk?
Þegar við vorum að alast upp þá var ekki mikið rætt um mikilvægi þess að elska sjálfan sig. Þvert á móti var allt í umhverfinu okkar sem benti til þess að það mikilvægasta væri að upplifa ást frá öðrum.
Við þráum að vera elskuð. Elskuð af foreldrum okkar, vinum, maka og í mörgum tilfellum höfum við fórnað hluta af okkar sjálfi til að auka líkurnar á að vera elskuð, því við trúum því hreinlega ekki að það sé hægt að elska okkur eins og við erum. Um leið og við gerum það – þá hættum við að laða til okkar rétt fólk, störf, upplifanir.
Sjálfsást þýðir að þú samþykkir þig nákvæmlega eins og þú ert núna, kemur fram við sjálfa þig af vinsemd og virðingu. Sjálfsástin hjálpar sér að sjá þitt eigið virði og að þú ert einstök nákvæmlega eins og þú ert núna. Sjálfsástin er lykilatriði í andlegri vellíðan. Við erum öll einstök eins og við erum og heimurinn þarf á okkur að halda rétt eins og við erum.
Á þessum fyrirlestri fer Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og eigandi GRGS, yfir þau atriði sem hjálpa okkur að auka ástina í garð okkar sjálfra en Berglind giftist sjálfri sér á ferðalagi ein um Sikiley árið 2019. Sjálfsástin henni hjartans mál.
Á þessu námskeiði mun Berglind gefa þér tæki og tól til að byrja að losa við neikvæðar tilfinningar í þinn garð og byrja að elska sjálfa þig nákvæmlega eins og þú ert núna. Þá og aðeins þá byrjar þú að laða til þín það sem er réttilega þitt.