Ofnbakaður brie með mango chutneyPrenta

Þessi ómótstæðilega bragðgóði, einfaldi og fljótlegi réttur slær alltaf í gegn. Hann hentar frábærlega sem forréttur eða eftirréttur á góðu kvöldi og er svo gaman hvað hann tekur stuttan tíma í undirbúningi. Bráðinn ostur með hnetum, kexi, rifsberjasultu ásamt góðu glasi af rauðvíni..þarf ég að segja eitthvað fleira?

2013-03-23 17.21.13

Ofnbakaður brie með mangó chutney
1 stk brie
2 tsk karrýduft
1 krukka (um 340 g) mango chutney
1 bolli saxaðar pekanhnetur

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 175°c
  2. Stráið karrýdufti yfir ostinn og á hliðar hans og nuddið því aðeins inn í hann. Látið ostinn í ofnfast mót og hellið mango chutney yfir. Stráið því næst hnetunum yfir ostinn.
  3. Bakið í um 15 mínútur eða þar til osturinn er orðinn mjúkur að innan og hneturnar eilítið gylltar.
  4. Berið fram með baquette eða kexi, vínberjum og sultu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *