Smáborgarar með brie, sultuðum lauk og chillí mayo

Home / Bröns / Smáborgarar með brie, sultuðum lauk og chillí mayo

Ég hélt á dögunum smá veislu þar sem ég bauð meðal annars upp á þessa litlu, krúttlegu og veisluvænu hamborgara. Til að gera langa sögu stutta að þá slógu þeir allrækilega í gegn og gerðu þar af leiðandi veisluna enn betri fyrir vikið.  Góðir hamborgarar á sumarkvöldi koma svo sannarlega sterkir inn og það er mjög skemmtilegt að hafa þá í minni kantinum, þó svo að hér gangi einnig að hafa þá í venjulegri stærð. Hamborgarabrauðin má gera með góðum fyrirvara og geyma í frysti. Algjörlega útúrþessumheimi góðir borgarar sem ég hvet ykkur til að prufa!

2013-07-17 18.46.00Gúrmei borgarar á heimabökuðu hamborgarabrauði

2013-07-17 18.45.39-2
Brieosturinn, chillí mayo og sultaði laukurinn fullkomna borgarann

2013-07-17 18.41.05Algjör nammi – verði ykkur að góðu!

Smáborgarar
1 kg nautahakk
3 tsk worchestershire sósa
1/2 bolli brauðmylsna
salt og pipar
brieostur
tómatar
lambahagasalat
hamborgarabrauð

Sultaður laukur
2 stórir laukar, skornir í sneiðar
2 msk ólífuolía
4 msk púðusykur

Chillí mayo
1 bolli mayones (t.d. Hellmans)
1/4 bolli chillí sósa (t.d. sabal oelek)
safi úr einu lime

Aðferð

  1. Borgararnir: Blandið saman í skál nautahakki, worchestershire sósu og brauðmylsnu. Saltið og piprið. Mótið borgarana og látið þá vera örlítið stærri en hamborgarabrauðin, þar sem þeir skreppa örlítið saman þegar þeir eru grillaðir. Takið til hliðar.
  2. Laukurinn: Látið olíu á pönnu og steikið laukinn við vægan hita í um 15 mínútur eða þar til hann er byrjaður að brúnast lítillega. Kryddið með salti og pipar. Bætið því næst púðusykrinum út í og steikið áfram við vægan hita í um 15-20 mínútur.
  3. Chillí mayo: Blandið öllum hráefnunum saman í skál. Athugið að þetta er sterk sósa og mjög góð með hamborgurunum. Ef þið viljið ekki hafa sósuna of sterka, notið þá minna af chillí sósunni.
  4. Grillið borgarana og látið brieostinn á þegar að þeir eiga um 2 mínútur eftir af grilltímanum.
  5. Setjið um 1 msk af sósu á hamborgarabrauð, því næst kál og tómatsneiðar, hamborgarana með brieostinum og endið á góðu magni af sultuðum lauk.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.