Heimsins besta gulrótarkaka með rjómaostaglassúr

Home / Eftirréttir & ís / Heimsins besta gulrótarkaka með rjómaostaglassúr

Það er fátt betra en nýbökuð gulrótakaka. Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi enda lungnamjúk og með rjómaostaglassúr sem setur punktinn yfir i-ið á þessari annars frábæru köku.

 

Heimsins besta gulrótarkaka
3 dl olía
3 dl hrásykur (eða púðusykur)
4 egg
6 dl hveiti
2 tsk matarsódi
1 msk kanill
1/2 tsk salt
50 g valhnetur, saxaðar
300 g gulrætur, rifnar gulrætur

Rjómaostaglassúr
50 g smjör, mjúkt
200 g rjómaostur, t.d. frá Philadelphia
150 g flórsykur
1 tsk vanillusykur

  1. Hrærið olíu og hrásykri vel saman.
  2. Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið vel saman.
  3. Sigtið þurrefni í skál og hellið síðan saman við eggjablönduna.
  4. Bætið að lokum valhnetum og rifnum gulrótum saman við.
  5. Setjið í smurt bökunarform (t.d. 26cm) og bakið við 175°c  heitum ofni í um 40-45 mínútur. Stingið prjóni í kökuna til að kanna hvort hún sé ekki örugglega tilbúin. Takið úr ofni og kælið.
  6. Gerið rjómaostaglassúrinn með því að hræra smjöri og rjómaosti vel saman. Bætið síðan flórsykri og vanillusykri saman við og hrærið vel.  Setjið á kökuna og njótið vel.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.