Smákökur með trönuberjum og hvítu súkkulaði

Home / Fljótlegt / Smákökur með trönuberjum og hvítu súkkulaði

Nú nálgast jólin óðfluga sem er fáránlegt því mér finnst eins og sumarið sé nýhafið.
En þessi árstími hefur sko alveg sinn sjarma og fátt jafn kósý og göngutúr í kuldanum, teppi, heitt kakó og nýbakaðar smákökur. Þessar komast algjörlega á topp tíu listann yfir bestu smákökur sem ég hef á ævinni bragðað á. Trönuber og hvítt súkkulaði klikka aldrei og ætla sko ekki að fara að byrja á því núna. Ég vona að þessi uppskrift reynist ykkur jafn dásamlega og mér!

Himnesku smákökurnar
Hér er 1 bolli =  240 ml
1 bolli hveiti
½ tsk lyftiduft
½ tsk kanill
¼ tsk salt
10 msk smjör, við stofuhita
½ bolli sykur
½ bolli púðusykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 bolli haframjöl
½ bolli ljósir súkkulaðidropar
½ bolli hvítir súkkulaðidropar
1 bolli trönuber, gróflega söxuð

  1. Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið saman í skál, hveiti, lyftidufti, salti og haframjöli.
  2. Þeytið saman í hrærivél smjöri og sykrinum og bætið svo við egginu og vanilludropunum. Hrærið svo hveitiblöndunni útí.
  3. Blandið trönuberjunum og súkkulaðidropunum varlega saman.
  4. Rúllið deiginu í litlar kúlur (ca. Kúfuð teskeið). Setjið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og passið að þær séu ekki of nálægt hvor annarri þar sem þær dreifa úr sér í ofninum. Bakið í heitum ofninum í cirka 16 mín.
  5. Látið kólna áður en teknar af plötunni. Njótið, njótið, njótið!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.