Eggaldinmauk með myntu

Home / Meðlæti / Eggaldinmauk með myntu

Þessa eggaldinmauk geri ég reglulega þegar okkur langar í hollt og gott snarl og bragðast alveg frábærlega með ristaðri tortillu, pítubrauði eða sem álegg á samloku.
Reykt eggaldinmauk með myntu
1/3 bolli möndlur
1 stórt eða 2 lítil eggaldin
2 msk ólífuolía
2-3 msk sítrónusafi
2 hvítlauksrif, pressuð
2 msk fersk mynta, söxuð
2 msk fersk steinselja, söxuð
1 tsk sjávarsalt

Aðferð

  1. Látið möndlurnar liggja í heitu vatni í smá stund.
  2. Hitið ofninn á grill. Pikkið víðsvegar um eggaldinið með gaffli. Látið á ofnplötu með álpappír og eldið þar til eggaldinið hefur fallið saman, um 40 mínútur og snúið nokkrum sinnum. Kælið og skerið í tvenn og skafið kjötið innan úr því.
  3. Þerrið möndlurnar. Látið þær í matvinnsluvél ásamt öllum hráefnunum nema eggaldininu. Blandið vel saman. Bætið nú eggaldinu útí og blandið saman þar til orðið mjúkt.
  4. Smakkið til og bætið útí salti, sítrónu eða olíu ef þörf er á.
  5. Látið í skál, hellið smá olíu útí og berið fram með kexi, pítu eða látið á brauð.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.