Thailensk kjúklingasúpa fyrir sálina

Home / Lágkolvetna fæði / Thailensk kjúklingasúpa fyrir sálina

Langar þig að bragða eina bestu súpu sem þú hefur á ævinni bragðað og skella þér um leið með bragðlaukana og hugann til Thailands? Ef svarið er já er þetta súpan fyrir þig! Hún færir þér sól í hjarta og gælir við bragðlaukana. Hér smellpassa öll hráefni einstaklega vel saman og úr verður þessi dásemdar súpa sem vermir og yljar. Njótið!

Thailensk kjúklingasúpa fyrir sálina
í þessari uppskrift er 1 bolli  jafnt  og 230 ml
3 stiklar sítrónugras (lemongrass) – ég átti það reyndar ekki til um daginn og notaði koríander í staðinn..var samt klikkað gott!!!
4 hvítlauksrif, smátt söxuð
10 cm engiferrót, söxuð
4 bollar kjúklingasoð
1 msk olía
2 eldaðar kjúklingabringur, rifnar niður
3-4 gulrætur skornar í strimla
2 tsk red curry paste (1-2 tsk í viðbót ef þið viljið að súpan sé vel sterk)
3 msk fiskisósa
safi úr einni lime
2 dósir kókosmjólk
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
1/2 búnt kóríander, gróflega skorið

Aðferð

  1. Steikið í olíu í potti sítrónugras, hvítlauk og engifer við meðalhita. Hellið kjúklingasoðinu útí og hitið að suðu. Minnkið hitann niður í lágan og látið malla í 30 mínútur.
  2. Hellið soðinu í gegnum sigti og hendið sítrónugrasinu, hvítlauknum og engiferinu.
  3. Hitið olíu í stórum potti við meðalhita. Steikið gulrætur þar til orðnar mjúkar, látið þá rauðlaukinn útí. Bætið kjúklingnum útí og síðan red curry paste, fiskisósu og limesafa og blandið vel saman. Bætið síðan kjúklingasoði og kókosmjólkinni útí og hitið að suðu. Lækkið síðan á lágan hita í 15-20 mínútur.
  4. Veiðið upp olíu sem flýtur upp á yfirborðið…ef þið nennið.
  5. Takið af hitanum og látið útí helminginn af kóríander.
  6. Setjið í skálar og skreytið með kóríander og limesneiðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.