Ef ykkur vantar fallegt, bragðgott, öðruvísi og ofureinfalt snarl að þá er þessi réttur mjög líklega sá eini rétti!! Hér er um að ræða góðan ost með hunangsgláa, döðlum og valhnetum, borðað á eplasneið. Í þessari uppskrift notum við cheddarost sem fæst í flestum matvörubúðum, en það er í raun hægt að nota hvaða ost sem er og gott ef hann er bragðmikill. Við erum að tala um algjört lostæti sem tekur innan við 5 mínútur að útbúa!
Hunangsgljáður cheddar ostur
1 pakki cheddarostur
hunang gott & mjúkt
valhnetur, saxaðar
döðlur, saxaðar
græn epli, skorin í þunnar sneiðar
Aðferð
- Setjið ostinn á disk og sprautið yfir hann hunangi
- Blandið saman í skál döðlum og valhnetum. Hellið yfir ostinn.
- Já ég veit þetta er sjúklega einfalt og sjúklega gott! Nú er bara að skera ostinn niður og skella þessu á eplasneið og borða og njóta!
Leave a Reply