Hér kemur uppskrift að kjúklingarétti sem ég gerði úr því sem var til í ísskápnum í þetta sinn. Ég bar hann fram með ofnelduðum sætkartöflum og döðlum ásamt klettasalati. Eg bjó til brauðmylsnu með því að rista 2 brauðsneiðar og setti þær í matvinnsluvél, en þið getið að sjálfsögðu keypt tilbúna út í búð. Voða ljúft, gott og einfalt.
Kjúklingur með tómötum og mozzarella
2 kjúklingabringur
salt og pipar
ólífuolía
1 bolli hveiti
brauðmylsnur
1-2 egg, pískuð
1 kúla ferskur mozzarella
2 tómatar
1-2 sætar kartöflur
döðlur
Aðferð
- Skerið kartöfluna niður í teninga og döðlur í tvennt. Látið í ofnfast mót og hellið ólífuolíu út í. Blandið vel saman. Látið í 175° heitan ofn.
- Látið hveitið á disk, brauðmylsnurnar á annan og pískuðu eggin í skál.
- Berjið kjúklingabringurnar þannig að þær fletjist aðeins út og séu um 1 cm á þykkt. Þerrið og saltið og piprið bringurnar á báðum hliðum.
- Leggið kjúklingabringuna í hveitið og hyljið alla bringuna með hveitinu. Dýfið henni því næst í eggin og endið á að dýfa honum í brauðmylnsluna og maka brauðmylslunni vel á kjúklinginn.
- Látið olíu á pönnu og hitið. Setjið bringurnar á pönnuna og steikið í um 3 mínútur á hvorri hlið.
- Látið yfir kjúklinginn tómata og mozzarellaost. Hrærið í sætu kartöflunum og látið svo kjúklinginn í ofnfasta mótið hjá þeim. Eldið í um 20-30 mínútur eða þar kjúklingurinn er fulleldaður.
Sætu kartöflurnar fara inní ofn á undan enda þurfa þær dágóðan tíma inní ofní áður en þær eru tilbúnar. Spörum okkur uppvaskið með því að láta kjúklinginn mótið með kartöflunum.
Leave a Reply