Jólagjafahugmyndir matgæðingsins

Home / Jólin / Jólagjafahugmyndir matgæðingsins

Í kringum jólin er svo gaman að koma færandi hendi og gleðja vini og vandamenn með smá góðgæti. Hér koma hugmyndir að 7 bragðgóðum, tiltölulega einföldum og skemmtilegum jólagjöfum sem munu hitta í mark hjá þeim sem þær fá.

matarblogg myndir3

1. Smákökur með trönuberjum og hvítu súkkulaði
2012-10-20 10.45.19
Þessar komast algjörlega á topp tíu listann yfir bestu smákökur sem ég hef á ævinni bragðað á. Trönuber og hvítt súkkulaði klikka aldrei og ætla sko ekki að fara að byrja á því núna. Skellið þeim í fallega krukku og þið eruð komin með einstaklega bragðgóða gjöf. Uppskriftina finnið þið hér

2. Rauðlaukssultan

2012-12-21 20.27.33
Uppskriftina að þessari rauðlaukssultu kemur frá einum af gestabloggurum sem hafa komið með sína góða uppskrift á þessa síðu, honum Högna Kristjánssyni. Hann gaf jafnframt upp dásamlega uppskrift að kjúklingalifur sem passar svo vel með rauðlaukssultunni. Rauðlaukssultan er einnig frábær á jóladiskinn með villibráðinni. Uppskriftina má finna hér

3. Snjókornakonfekt
2012-12-08 11.28.28-2Hér kemur ein frábær jólagjafahugmynd fyrir fólkið sem vill hafa það sætt, bæði í útliti og bragði. Hrikalega jólalegt nammi, með sykurpúðum, trönuberjum og hvítu súkkulaði. Uppskriftina sjáið þið hér.

4. Brauðið
2012-09-29 13.43.12

Ég veit ekki hversu oft ég hef bakað þetta dásamlega brauð. Frábært og svo ótrúlega einföld uppskrift. Hér sannast að það einfalda er stundum það besta. Pakkið inn í pappír með fallegri slaufu og þið eruð komin með klassgjöf. Uppskriftin er hér.

5. Ómótstæðileg Peacan pie
2012-10-28 13.27.58
Þessi er klassíker. Dásamlega stökk og góð peacan pie með mjúkri karmellufyllingu er frábær með vanilluís. Hana má frysta. Eitthvað sem ætti að slá í gegn hjá öllum sem kunna gott að meta. Peacan pie uppskriftin er einföld og má sjá hér.

6. Syndsamlega súkkulaðibananabrauðið
2012-12-12 15.09.57
Það segir sig sjálft, það eru litlar líkur á að þetta geti klikkað. Við elskum súkkulaði og við elskum bananabrauð og það að manni hafi ekki dottið þetta fyrr í hug er ótrúlegt. Saman er þetta syndsamlega gott! Gott að gefa, enn betra að borða það samt bara sjálfur. Uppskriftin er hér.

7. Jólatrésbrauðið góða
2012-11-24 14.40.56Jólatrésbrauðið er sætt og yndislegt brauð sem tilvalið er að baka á jóladag og borða með fjölskyldunni. Hér má setja þurrefnin saman í fallega krukku og láta uppskrift með mynd af þessu dásamlega jólatrésbrauði. Einföld og sniðug jólagjöf. Uppskriftin er hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.