Jarðaberja & spínatsalat

Home / Jólin / Jarðaberja & spínatsalat

Uppskriftina að þessu dásamlega bragðgóða og sæta jarðaberja- og spínatsalati fékk ég hjá henni Eddu Jónasdóttur fyrir mörgum árum. Edda er kokkur af guðs náð og allt sem hún eldar og bakar er ólýsanlega gott. Hún mun koma við sögu síðar sem gestabloggari hjá mér en þangað til hvet ég ykkur til að prufa þetta. Hér er salatið alltaf gert það á aðfangadag enda smellpassar það með jólamatnum. Það er einfalt í sjálfu sér en hér er það dressingin sem spilar aðalhlutverkið og færir salatið upp á annað stig. Dressinguna geti þið gert fram í tímann og hellt yfir rétt áður en salatið er borið fram.
2012-12-24 15.08.43

Jarðaberja – og spínatsalat
1/2 bolli ólífuolía
½ bolli sykur
¼ bolli eplaedik
½ tsk rifinn laukur
2 msk sesamfræ
1 msk birkifræ
¼ tsk papríkuduft
¼ tsk worchester sósa

Aðferð
Öllu blandað saman og hellt yfir jarðaber og spínat rétt áður en borið er fram. Magn dressingar fer eftir smekk hvers og eins en ég helli henni sjaldan alveg allri yfir.
Verði ykkur að góðu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.