10 vinsælustu uppskriftir ársins 2012

Home / Ýmislegt / 10 vinsælustu uppskriftir ársins 2012

Fyrsta árið á baki með þessa uppskriftarsíðu mína og ótrúlega margir skemmtilegir hlutir gerst síðan þá.
Innblásturinn að síðunni fékk ég eftir að hafa farið til Barcelona með fjölskyldu minni síðasta sumar. Þar kolféll ég fyrir fólkinu, matnum, mörkuðunum, veðrinu, byggingunum og borginni. Ég kom heim um haustið með sól í hjarta og hélt áfram að borða og drekka í mig sumarið og er enn að.

2012-08-17 22.23.45Síðan hefur fengið frábærar viðtökur sem ég er að sjálfsögðu afskaplega ánægð með. Skemmtilegast er að heyra frá ykkur þegar þið eruð ánægð með réttina og gaman ef það næst gott spjall og jafnvel ábendingar um hvernig má gera þá enn betri. Hér er ekkert heilagt og síðan er okkar, ekki eingöngu mín.

Að baki svona síðu liggur mikil vinna, slatti af þráhyggju, aukinn matarkostnaður, margar smakkanir og í kjölfarið dass af aukakílóum. Í myndartökunni er dagsbirtan vinur minn en hún er víst allt í einu er af skornum skammti og ef vel á að takast er kvöldmaturinn eldaður um morguninn. En á móti hef ég borðað ótrúlega góðan mat, kynnst frábæru fólki, lært nýja hluti í eldamennsku, þróað mig áfram í ljósmyndun og gert það sem mér þykir skemmtilegt. Ég er þess fullviss um að það sé sérstaklega mikilvægt fyrir okkur sem búum í þessari dimmu að elda litríkan mat og fá þannig smá sumar í líf okkar allt árið.

Allir góðir hlutir gerast með samvinnu góðra aðila og langar mig því að þakka Laufeyju fyrir aðstoð við logogerð, Pálínu og Kötu fyrir yfirlestur ýmissa greina, Árnar Valda fyrir ómetanlegar og góðar ráðleggingar, gestabloggurnum sem settu punktinn yfir i-ið á síðunni og gerðu hana enn betri, strákunum mínum sem hafa verið óþreytandi í að segja foreldrum vina sinna frá síðunni og öllu sniðuga og hugmyndaríka fólkinu sem ég hef talað við í kringum þessa síðu. Síðast en ekki síst vil ég þakka ykkur lesendur kærir, þið eruð sannkölluð orkusprauta með ykkar góðu athugasemdum og hvatningarorðum. Vil minna á netfangið mitt beggagumm@gmail.com ef þið hafið ábendingar eða einhverja spennandi uppskrift sem myndi sóma sér vel á síðunni.

Það er við hæfi að ljúka þessu gleðiári með því að birta 10 vinsælustu uppskriftir ársins 2012. Þær eru fjölbreyttar og dásamlegar og hefðu líklega flestar verið þarna hefði ég fengið að velja sjálf, þó það sé auðvitað afskaplega erfitt að gera uppá milli þeirra.
matarblogg myndir4

1. Heimagert og hollt kókosnammi

2012-11-15 12.40.48-2
Vinsælasta uppskrift ársins 2012 og er það vel. Einföld, góð og fljótleg. Uppskriftina finni þið hér.

2. Brauðið

2012-09-29 13.43.12
Það er skiljanlegt af hverju þetta brauð lendir ofarlega. Þeir sem baka það einu sinni eru líklegir til að baka það aftur og aftur og aftur og það geri ég líka reglulega. Ótrúlega einfalt, ólýsanlega bragðgott brauð sem lítur alltaf út eins og bakarameistari hafi gert það. Hér er brauðið.

3. Girnilegt grænmetislasagna

2012-10-30 16.55.32Laaangbesta lasagna sem ég hef bragðað, yndislegt á bragðið! Smelli hér til að fá uppskriftina að þessari dásemd.

4. Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana
2012-10-03 18.37.37

Sumarlegur og suðrænn, sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Sammála því að þessi sé ofarlega. Uppskriftin er hér.

5. Möndlu og trönuberjastykki

2012-09-23 15.26.27Hollustan er lesendum mínum greinilega í fyrirrúmi og þessi dásamlegu möndlu- og trönuberjastykki vöktu mikla lukku enda snilldarsnarl yfir daginn. Endilega að prufa þessi en þau má sjá hér.

6. Smákökur með trönuberjum og hvítu súkkulaði

2012-10-20 10.45.19-2
Smákökur sem líta yndislega út og bragðast enn betur..trönuber og hvítt súkkulaði færa mann til himna. Allt sem er svona gott hlýtur að vera hollt, amk. fyrir sálina. Smellið hér fyrir uppskriftina.

7. Kjúklingapasta með cajunkryddi

2012-10-28 17.57.23Einfaldur en þruuuuusugóður kjúklinga og pastaréttur. Prufið þennan! Uppskriftin er hér.

8. Sætkartöflu panini á pítubrauði

2012-10-23 12.27.39
Ó..MÆ…GOD! Þetta panini er útúrþessumheimioverthetopgott. Dásamlegt, dásamlegt, dásamlegt. Ánægð með að það skyldi komast á topp 10 og verðskuldar það 100%. Panini gjöriði svo vel.

9. Unaðsleg grænmetis- og ávaxtapitsa

IMG_7647
Ég þyrfti nú kannski að taka nýja betri mynd af þessari en grænmetis og ávaxtapitsan er æðisleg. Heimagerða pestóið setur þessa pitsu á verðlaunapall. Frábær í saumaklúbbinn eða sem léttur og næringarríkur kvöldmatur..loveit vola!

10. Einfaldi eftirrétturinn

2012-10-09 09.58.32
Hryllilega góður og eiginlega of einfaldur til að vera svona góður, en tekst það engu að síður. Mæli með þessum.

Megi árið 2013 vera ykkur dásamlegt
og færa ykkur gleði og galdra!
Berglind

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.