Ristaðar & kryddaðar kjúklingabaunir

Home / Fljótlegt / Ristaðar & kryddaðar kjúklingabaunir

Kjúklingabaunir eru án kólesteróls en auðugar af próteini,kolvetnum og steinefnum og því  tilvaldar sem heilsusamlegt og gott nasl. Þetta nasl er hinvegar hrikalega ávanabindnandi! Ristaðar stökkar og bragðgóðar kjúklingabaunir, kryddaðar eftir smekk hvers og eins. Það tekur stutta stund að skella í svona, en ég mæli með að þið tvöfaldið uppskriftina þar sem þetta hverfur hratt…hrrraaaaattttt!

IMG_20130106_115819

Ristaðar kjúklingabaunir
1 krukka kjúklingabaunir, niðursoðnar
1 msk ólífuolía
1 tsk salt

Til bragðbætingar
Veljið um eitthvað af eftirtöldu:

  • Maple sýróp, hunang eða agave sýróp
  • Rifinn parmesan
  • Kanill, chillí, chayenne, karrý, hvítlaukskrydd, cumin.

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 200°c.
  2. Blandið saman í skál kjúklingabaunum og ólífuolíu. Hellið á bökunarplötu með smjörpappír. Stráið salti yfir og því sem þið völduð til bragðbætingar.
  3. Ristið í um 30 mínútur eða þar til baunirnar eru byrjaðar að brúnast. Hrærið reglulega í þeim og passið að þær brenni ekki.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.