Kjúklingaleggir með sítrónu og rósmarín

Home / Fljótlegt / Kjúklingaleggir með sítrónu og rósmarín

Áhuginn á fæði sem inniheldur lítið af kolvetnum hefur notið aukinna vinsælda. Ég ákvað því að setja inn nýjan flokk í uppskriftirnar mínar með heitir lágkolvetna fæði. Það ætti því að einfalda fólki á þannig matarræði að finna uppskriftir sem hentar.

Þessi uppskrift fellur einmitt í þennan lágkolvetna flokk. Hún hentar þó jafnframt öllum enda einföld máltíð, holl, ódýr og hreint út sagt frábær á bragðið. Hér fara kjúklingaleggirnir í sparibúning.

2013-02-11 10.34.51Olía, sítróna, sítrónusafi,rósmarín og hvítlaukur
2013-02-11 10.40.40Litríkt og fallegt!
2013-02-11 11.28.55Girnó og gott!

Kjúklingaleggi með sítrónu og rósmarín
1 pakki kjúklingaleggir
1 sítróna, börkur og safi
3-4 msk ólífuolía
3 stilkar ferskt rósmarín, saxað
1 hvítlauksrif, pressað
salt og pipar

Aðferð

  1. Rífið með fínu rifjárni hýðið af sítrónunni. Látið í skál ásamt ólífuolíunni, söxuðu rósmarín, safa úr sítrónunni og pressuðu hvítlauksrifi. Blandið saman og saltið og piprið.
  2. Látið kjúklingaleggina í skál eða poka og hellið blöndunni saman við. Nuddið kryddinu vel í kjúklinginn.
  3. Látið í ofnfast mót og eldið við 200°c hita í um 25-30 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir og stökkir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.