Nautalund salsa verde

Home / Kjöt / Nautalund salsa verde

Suma daga er bara nauðsynlegt að gera vel við sig og þá klikkar nú sjaldan að fá sér nautasteik. Þessi máltíð er algjört spari og en um leið skemmtilega einföld. Salsa verde er nokkurskonar pestó sem kemur upprunarlega frá Ítalíu og hentar fullkomlega með nautakjöti en er jafnframt frábært með fiski.

2013-02-22 19.59.26

2013-02-22 13.41.172013-02-22 17.33.522013-02-22 15.29.31Nautalund Salsa Verde
700 g ungnautalund
Marinering
2 msk extra virgin ólífuolía
1/4 bolli balsamik edik
1/8 soyasósa
1 hvítlauksrif pressað
1/8 laukduft
1/4 bolli þurrt sherry

Salsa Verde
1 búnt steinselja
1 búnt basil
2 msk capers
2-3 ansjósur
2 msk rauðlaukur, saxaður
2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk sítrónusafi
1 msk rauðvínsedik
1/2 bolli ólífuolía
Svartur pipar

Aðferð

  1. Blandið öllum hráefnunum sem eru í marineringunni í skál. Hellið í poka með rennilás, setjið nautakjötið ofaní og látið í ísskáp í amk. 5 klukkustundir.
  2. Látið öll hráefni salsa verde, að frátaldri ólífuolíunni, í matvinnsluvél og blandið hægt saman. Hellið olíunni út í og notið aðeins þá olíu sem þar til að þetta verði að mauki. Látið maukið í skál og hellið afgangs ólífuolíunni saman við.
  3. Steikið/grillið kjötið og berið fram með salsa verde.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.