Mozzarella og kúrbíts pönnukjúklingur

Home / Kjúklingur / Mozzarella og kúrbíts pönnukjúklingur

Fátt betra en góðir kjúklingaréttir og þetta er klárlega einn af þeim. Hann inniheldur kúrbít sem passar hreint út sagt fullkomlega með ítölskum réttum eins og þessum. Ferskur, hollur og einfaldur og mallar á pönnunni meðan þið nýtið tímann í eitthvað allt annað. Berið fram með góðu pasta og njótið þessarar góðu máltíðar.

IMG_3235IMG_3275IMG_3315Mozzarella og kúrbítskjúklingur
1 flaska (400ml) tómat passata eða 1 dós maukaðir tómatar
4 kjúklingabringur
ólífuolía
1/3 bolli rifinn parmesan
oregano
salt
Pipar
1 kúla ferskur mozzarella, sneiddur
pasta að eigin vali

Aðferð

  1. Kryddið kjúklingabringurnar með salti, pipar og vel af oregano.
  2. Hitið olíu á pönnu við meðalhita. Steikið kjúklingabringurnar á pönnunni í um 3-5 mínútur á hvorri hlið.
  3. Rífið vel af parmesan yfir kjúklingabringurnar.
  4. Bætið tómatsósunni út í og látið malla á lágum hita í um 30 mínútur.
  5. Þegar um 5 mínútur eru eftir, steikið þá kúrbítinn á annarri pönnu og brúnið vel.
  6. Látið kúrbítinn og ostinn yfir kjúklinginn og látið malla í um 15 mínútur í viðbót.
  7. Berið fram með pasta og rifnum parmesan.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.