Nú þegar sólin skín og það er virkilega orðið raunhæft að leyfa sér að hlakka til sumarsins er ekki úr vegi að koma með uppskrift að þessum ljúffengu kjúklingaborgurum. Þeir eru súperhollir enda stútfullir af grænmeti og öðru gúmmelaði. Grillaðir í ofni og bornir fram með grænmeti, sýrðum rjóma og jalapenos eru þið komin með hina fullkomnu sumarmáltíð á ótrúlega skömmum tíma.
Sumarlegra verður það ekki
Tilbúnir í ofninn
Suðrænn og sólríkur kjúklingaborgari
500 gr kjúklingabringur, skinnlausar
1 rauð paprika, skorin í litla teninga
2 vorlaukar,skornir smátt
1 jalapeno, smátt skorið
1 mango, skorið í litla teninga
3 msk kókosmjöl
1/2 bolli steinselja eða basilíka, söxuð
1 egg
hamborgarabrauð
salt og pipar
Aðferð
- Látið kjúklingabringurnar í matvinnsluvél, látið vélina á “pulse” þar til kjúklingakjötið er orðið að hakki.
- Látið kjúklingakjötið í stóra skál og blandið saman við paprikuna, vorlaukinn, jalapenos, mango, kókosinn, steinseljuna/basil og eggið.
- Blandið mjög vel saman og mótið borgarana.
- Grillið borgarana í ofni í um 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjötið er fulleldað. Saltið og piprið.
Leave a Reply