Draumabitar

Home / Eftirréttir & ís / Draumabitar

Þessa kalla ég draumabita, enda er það að borða þá draumi líkast. Stökkar kornflögur, gróft hnetusmjör, ilmandi kókosmjöl, dásamlegt súkkulaði og rennandi síróp, þarf ég að segja eitthvað meira…já þessir eru rosalegir!!! Það er svosem alveg nóg að fá sér bara 1-2 bita með góðum kaffibolla, en þeir eru hættulega ávanabindandi þannig að það er svo spurning hvort maður geti hætt….

2013-05-01 16.20.33-2 2013-05-01 16.24.50-2Draumabitar
2 dl síróp
1 dl sykur
340 g gróft hnetusmjör
1 tsk vanilludropar
1 dl kókosmjöl
10 dl kornflex
suðusúkkulaði

Aðferð

  1. Bræðið saman síróp, sykur og hnetusmjör í potti. Takið af hellunni og setjið vanilludropana út í. Myljið kornflögurnar gróft og bætið út í ásamt kókosmjölinu.
  2.  Klæðið ofnplötuna með bökunarpappír og dreifið úr blöndunni fremur þunnt (um 1 cm) á plötuna. Setjið í frysti og kælið þar til kakan er orðin nokkuð stíf.
  3. Bræðið suðusúkkulaðið og setjið smá olíu í það til að mýkja það. Dreifið bræddu súkkulaðinu yfir kökuna og setjið hana svo aftur í frost.
  4. Skerið kökuna í litla bita áður en hún er borin fram.
  5. Best að geyma í frosti því bitarnir eru fljótir að þiðna og eru betri aðeins kaldir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.