Uppáhalds kjúklingasúpan

Home / Fljótlegt / Uppáhalds kjúklingasúpan

Það eru til ótal uppskriftir af kjúklingasúpum, en ennþá hefur að mínu mati engin náð að skáka þessari dásamlegu kjúklingasúpu. Upprunarlega uppskriftin gerir ráð fyrir rjóma, en eins og ég hef sagt áður að þá eigum ég og kókosmjólk í ástarsambandi þannig að rjóminn fær að víkja í þetta sinn og það gefur að mínu mati súpunni enn betra bragð. Frábær súpa yfir sumartímann, yfir vetrartímann ..já alltaf!

2013-04-30 19.04.52

Kjúklingasúpa með kókosmjólk og ferskjum
1 stór laukur, skorinn
2 msk smjör
3 msk karrý
2 dósir saxaðir tómatar í dós með basil og oregano
2 stk kjúklingakraftur
vatn
pipar
1 dós kókosmjólk
1 dós ferskjur skornar í bita ásamt ferskjusafa
3/4 grillaður kjúklingur, rifinn

Aðferð

  1. Laukurinn er léttsteiktur á pönnu með smjöri og karrý.
  2. Tómötum bætt út í ásamt kjúklingakrafti.
  3. Fyllið eina af tómatadósunum af vatni og hellið út í.
  4. Kryddið með fullt af pipar og látið malla smá. Bætið þá kókosmjólkinni út í. Smakkið til og bætið út í rjóma eða kókosmjólk ef þurfa þykir.
  5. Kjúklingur, ferskjur og ferskjusafi sett út í rétt áður en súpan er borin fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.