Ofnbakaðar ostastangir

Home / Fljótlegt / Ofnbakaðar ostastangir

Ostastangir eru vinsæll réttur á veitingastöðum og hentar sem vel sem partýmatur eða snarl. Í flestum tilfellum eru ostastangirnar þó djúpsteiktar, en ég brá á það ráð að baka ostastangirnar í ofninum. Þær heppnuðust frábærlega og voru engu síðri en þær djúpsteiku. Osturinn lekur út og góð salsaídýfa setur hér punktinn yfir i-ið. Algjört gúmmelaði!

2013-05-09 18.09.542013-05-09 18.10.42

Ofnbakaðar ostastangir
2-3 mozzarellakúlur (eða 1 stór mozzarellalengja)
1 bolli hveiti
2-3 egg, þeytt þar til þau byrja að freyða
1 bolli brauðrasp
1 tsk ítalskt krydd

Aðferð

  1. Skerið mozzarellaostinn í viðeigandi bitastærð og látið í frystinn í 15 mínútur.
  2. Hitið ofninn í 200°c.
  3. Hitið raspið á pönnu þar til það hefur fengið gylltan lit og bætið kryddinu út í.
  4. Setjið hveitið, eggin og brauðraspið allt í sitthvora skálina. Dýfið ostastöngunum fyrst í hveitið, síðan í eggin og loks í raspið. Endurtakið með því að dýfa í egg og rasp aftur, ef þið teljið þurfa. Raðið á bökunarpappír með smjörpappír.
  5. Bakið í 8-10 mínútur. Fylgist vel með og passið að osturinn fari ekki að leka út um allt.
  6. Berið fram strax með salsasósu að eigin vali.

Þessar ostastangir er tilvalið að gera nokkrum dögum áður en þeirra er notið. Frystið eftir að þið hafið húðað þær. Takið síðan úr fyrsti og látið í ofninn, en athugið að þær þurfa aðeins lengri tíma í ofninum.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.