Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos

Home / Fljótlegt / Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos

Það er oft gripið til þess að elda mexíkóskan mat á þessu heimili enda er það fjölskylduvænn matur sem krakkarnir eru alltaf hæstánægðir með. Þessar kjúklinga og rjómaostafylltu taquitos eru hreint afbragð og fljótlegar í framkvæmd. Hefðbundnar taquitos eru djúpsteikar en þessar eru bakaðar í ofni, en eru engu að síður stökkar og með himneskri fyllingu.

2013-05-14 19.19.38

2013-05-14 17.58.342013-05-14 18.14.512013-05-14 18.49.57Kjúklinga Taquitos
225 gr rjómaostur
1/2 bolli salsasósa
2 msk límónusafi
1 tsk cumin (ath. ekki sama og kúmen)
1 tsk oregano
2 tsk chillíduft
1 tsk laukduft
salt og pipar
2 hvítlauksrif
1/3 bolli kóríander, saxað
1/2 rauðlaukur, saxaður
3 bollar kjúklingakjöt, fulleldað og rifið niður
2 bollar rifinn ostur
1 pakki tortillur

Aðferð

  1. Blandið saman í skál rjómaosti, salsasósu, límónusafa, kryddum, hvítlauk og lauk. Saltið og piprið. Blandið því næst osti, kóríander og rifnum kjúklingi saman við.
  2. Hitið tortillurnar á pönnu. Látið fyllinguna á tortillurnar og rúllið upp. Penslið tortillurnar með olíu.
  3. Bakið í 200°c heitum ofni í um 10-15 mínútur er það til tortillurnar eru orðnar stökkar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.