Kjúklingabringur með rjómaosti og sólþurrkuðum tómötum

Home / Fljótlegt / Kjúklingabringur með rjómaosti og sólþurrkuðum tómötum

Þetta er réttur sem hefur fylgt mér lengi og klikkar aldrei. Ofureinfaldur í gerð, með fullt af grænmeti og frábær með góðu salati og tagliatelle. Hef oft boðið upp á hann fyrir gesti og hann hefur alltaf vakið mikla lukku. Uppskriftin er ekki heilög og tilvalið að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum.

2013-06-11 18.38.49

Kjúklingabringur með rjómaosti og sólþurrkuðum tómötum
3-4 kjúklingabringur
2 msk olía af sólþurrkuðum tómötum
sítrónupipar
salt
1 saxaður laukur
6-8 sneiddir sveppir
2 sneiddar gulrætur
4-6 sólþurrkaðir tómatar eða eftir smekk
1 stór teningur kjötkraftur
1 dós rjómaostur m/sólþurrkuðum tómötum
1/2 peli rjómi
timian

Aðferð

  1. Kryddið kjúklingabringurnar með sítrónupipar og salti.
  2. Steikið kjúklingabringurnar í olíunni af sólþurrkuðu tómötunum og látið þær síðan í eldfast mót.
  3. Steikið því næst grænmetið og bætið út á pönnuna kjötkrafti, rjómaosti, rjóma og timían. Látið malla í smá stund og hellið síðan yfir kjúklinginn.
  4. Setjið álpappír yfir og látið inn í 200°c heitan ofn í 30 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.