Boudin brownies

Home / Eftirréttir & ís / Boudin brownies

Ég biðlaði til ykkar á facebook síðu GulurRauðurGrænn&salt þar sem ég óskaði eftir því að fá að vita hvaða uppskrift ykkur langaði að sjá á síðunni. Ég fékk þar skemmtilegar tillögur sem ég er ætla svo sannarlega að nýta mér á komandi vikum. Ein tillagan var að fá inn fleiri kökuuppskriftir….helst ekki hollar. Að sjálfsögðu bregst ég við því og það með þessari himnesku brownies kökum.

Eftir að hafa prufað mig áfram í nokkurn tíma í brownies bakstri var leitinni lokið og fullkomnun náð. Þessi uppskriftin kemur frá Boudin bakaríinu í San Fransico sem er þekkt fyrir stórkostlega súrdeigið sitt, en gefur ekkert eftir þegar kemur að bragðgóðum brownies.

2013-06-24 20.17.43


2013-06-24 20.17.19

Boudin brownies
226 g smjör
226 g dökkt súkkulaði (55% eða meira)
5 egg
600 g sykur
1 msk vanilludropar
1 tsk salt
180 g hveiti
270 g pekanhnetur, ristaðar og saxaðar

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 170°c. Smyrjið form ( ca. 23 cm  x 33 cm).
  2. Bræðið saman smjörið og súkkulaðið við lágan hita. Hrærið reglulega. Takið af hitanum og látið til hliðar.
  3. Hrærið saman egg, sykur og vanilludropum þar til blandan er orðin létt og ljós, í um 5-7 mínútur.
  4. Minnkið hraðann á hrærivélinni og bætið nú út í súkkulaðiblöndunni, því næst salti og hveiti þar til þetta hefur rétt svo blandast saman.
  5. Blandið hnetunum varlega út í með sleif.
  6. Hellið deiginu í formið. Bakið í miðjum ofni í um 45 mínútur. Til að athuga hvort að kakan sé tilbúin getið þið stungið tannstöngli í miðju kökunnar og þá á hann var vera aðeins blautur.
  7. Takið úr ofninum og látið kólna örlítið. Berið fram með ís og/eða rjóma.


Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.