Mexíkóskar taco skálar

Home / Fljótlegt / Mexíkóskar taco skálar

Mexíkósur matur er alltaf vinsæll og þessi útfærsla á tortillum er sérstaklega skemmtilegt, einföld og vekur ávallt mikla lukku hjá börnunum.

2013-06-27 17.50.212013-06-27 17.50.032013-06-27 17.51.34

Taco skálar
8 tortillur
500 g nautahakk
1 dós salsasósa meðalsterk eða sterk
rifinn ostur
iceberg kál, smátt skorið
tómatar, smátt skornir
guagamole
sýrður rjómi
ólífur

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 175°c.
  2. Mýkið tortillurnar með því að láta þær í örbylgjuofn í um 20-30 sek (má sleppa ef þið eigið ekki örbylgjuofn en þá þarf að gera þetta varlega til að þær rifni ekki).
  3. Þrýstið tortillunum í stór muffinsform og látið þær síðan inn í ofn í 10 mínútur.
  4. Steikið því næst kjötið á pönnu. Hellið salsasósu út í og hitið að suðu. Lækkið hitann og látið malla í 10 mínútur.
  5. Látið kjötið í tortillurnar og því næst yfir það grænmeti, ost og sósur. Njótið!

Fyrir þá sem vilja er hægt að láta ostasósu í botninn á tortillunum og nautahakkið yfir það. Einnig er hægt að láta ost yfir nautahakkið og láta inn í ofn í smá stund þannig að hann bráðni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.