Uppáhalds afmæliskakan

Home / Fljótlegt / Uppáhalds afmæliskakan

Þegar afmæli er í vændum er það þessi kaka sem er bökuð á mínu heimili. Hún er dásamlega mjúk og bragðgóð og svo einföld að það er leikur einn að skella í hana. Hver veit hvað verður en hingað til hefur engin komin í stað þessarar að mínu mati og hún fær því fullt hús stiga!

2013-09-08 10.04.09

2013-09-08 10.03.22 2013-09-08 10.03.51

Uppáhalds afmæliskakan
200 g smjör, lint
300 g hveiti
400 g sykur
3 egg
35 g kakó
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
250 ml vatn

Súkkulaðismjörkrem
180 g smjör, brætt
100 g kakó
800 g flórsykur
160 ml mjólk
2 tsk vanilludropar
1 tsk kaffi (má sleppa)

  1. Hrærið öll hráefnin fyrir kökuna saman. Skiptið niður á tvö smurð form. Bakið í um 20-25 mínútur við 180°c. Takið úr ofni og leyfið að kólna áður en kremið er sett á.
  2. Hrærið öll hráefnin fyrir kremið þar til allt hefur blandast vel saman.  Ef kremið er of þunn bætið þá flórsykri saman við, einni skeið í einu. Smyrjið kreminu varlega á kökuna með hníf.
  3. Berið fram og njótið.Ef þið viljið gera köku sem passar í ofnskúffu þurfið þið að tvöfalda uppskriftina af kökunni og baka í um 35 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.