Ostafyllt eggaldin

Home / Fljótlegt / Ostafyllt eggaldin

Ég er oft á höttunum eftir girnilegum grænmetisréttum. Réttum sem ég get boðið upp á þegar vinkonurnar koma í heimsókn og borið fram með glasi af hvítvíni. Þetta er slíkur réttur, léttur og skemmtilega öðruvísi.
Ostafyllt eggaldin hentar sem forréttur, smárréttur og einnig er hægt að hafa hann sem meðlæti með kjúklingi eða fiski ásamt góðu salati.  Algjört namminamm!

2013-08-28 18.34.04 2013-08-28 18.34.11 2013-08-28 18.54.41

Ostafyllt eggaldin
10 rúllur
1 eggaldin
sjávarsalt
ólífuolía
1 krukka góð pastasósa
10 msk rjómi
parmesanostur

Fylling
70 g brauðmylsnur
110 g kotasæla
1 sítróna, safi og fínrifinn börkurinn
1 tsk timían
1/2 tsk sjávarsalt

  1. Skerið endana af eggaldininu. Skerið það síðan langsum í ca. 10 sneiðar. Stráið salti yfir sneiðarnar og látið liggja aðeins. Þerrið þær síðan með pappírsþurrku.
  2. Hellið olíu á pönnu þannig að hún nái ca. 2 cm upp pönnuna. Hitið olíuna vel. Látið eggaldinsneiðarnar út í  2-3 sneiðar í einu og steikið þar til þær eru farnar að breyta um lit.   Takið af pönnunni og þerrið á pappírsþurrku. Bætið við olíu ef þörf er á og steikið næstu sneiðar.
  3. Útbúið því næst fyllinguna. Hrærið saman brauðraspi, kotasælu, sítrónuberki, sítrónusafa, timían og salti.
  4. Hellið pastasósunni í ofnfast mót. Látið rúmlega 1 msk af fyllingu á hverja eggaldinsneið. Rúllið þeim upp og látið í ofnfasta mótið ofan á tómatsósuna. Hellið 1 msk af rjóma yfir hverja rúllu.
  5. Bakið við 210 °C í 25-25 mínútur. Berið fram með parmesanosti og svörtum pipar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.