Súrsætur kjúklingaréttur sem bræðir hjörtu

Home / Fljótlegt / Súrsætur kjúklingaréttur sem bræðir hjörtu

Ef ég þarf að velja kvöldmat sem smellpassar fyrir alla aldurshópa og vekur lukku hjá öllum, er það þessi sem kemur oftast upp í hugann. Ég hef ekki enn hitt þá manneskju sem fellur ekki kylliflöt fyrir þessum frábæra súrsæta kjúklingarétti. Hann er klárlega á topptíu lista GulurRauðurGrænn&salt ef ekki toppfimm..svei mér þá!

supa-11
supa-12 supa-13
Súrsætur kjúklingaréttur
3 kjúklingabringur
salt og pipar
ca. 180-200 g hveiti
3 egg, léttþeytt
60 ml olía
130 g sykur
4 msk tómatsósa
60 ml hvítvínsedik
60 ml eplaedik
1 msk soyasósa
1 tsk hvítlaukssalt

  1. Skerið kjúklingabringur í litla bita og kryddið með salti og pipar.
  2. Veltið kjúklingabitunum fyrst upp úr hveitinu þar til það hylur bitana alveg og eftir það í eggin.
  3. Steikið kjúklingabitana upp úr olíu á pönnu við meðalhita þar til þeir hafa brúnast örlítið. Látið í ofnfast mót.
  4. Blandið sykri, tómatsósu, eplaediki, hvítvínsediki, soyasósu og hvítlauksdufti saman í skál. Hellið yfir kjúklinginn og eldið í eina klukkustund við 175°c. Hrærið reglulega í kjúklingnum á 15 mínútna fresti og veltið upp úr sósunni.
  5. Berið fram með hrísgrjónum, jafnvel vorlauk og sesamfræjum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.