Heitur karmellu- og eplaeftirréttur og bókin Fljótlegir réttir fyrir sælkera

Home / Eftirréttir & ís / Heitur karmellu- og eplaeftirréttur og bókin Fljótlegir réttir fyrir sælkera

Síðustu vikur hef ég haft í nógu að snúast og óhætt að segja að allir dagar hafi snúist um mat. Ég vaknaði, eldaði, smakkaði, tók myndir og smakkaði svo aðeins meira og leiddist það sko ekki. Afraksturinn er þessi matreiðslu bók mín GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera.

forsida

 

Með Fljótlegum réttum fyrir sælkera tekur GulurRauðurGrænn&salt skrefið niður úr skýjunum og verður einnig til í bókarformi. Hér koma saman glænýjar góðar, fljótlegar og fallegar uppskriftir í anda GulurRauðurGrænn&salt – flokkaðar niður í fimm þematengda kafla sem eiga að taka til allra helstu þarfa í matarlífi fólks og fjölskyldna.

Hvort sem það er matur fyrir virka daga, matur með börnum, matur með vinum, eitthvað með matnum eða eitthvað eftir matinn – í þessari bók geta allir sannir sælkerar fundið fljótlega og ljúffenga rétti fyrir öll tilefni!  Bókinni er ætlað að koma til móts við þá sem eru stundum í kappi við tímann en langar engu í að síður í dásamlega bragðgóðan, fjölbreyttan og næringarríkan mat.

Fljótlegir réttir fyrir sælkera er nú fáanleg á vef GulurRauðurGrænn&salt og á leið í allar helstu bókabúðir og matvöruverslanir landsins. Bók sem tilvalin er í jólapakkann og hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu eða vilja halda flækjustiginu í lágmarki.

Að tilefni útgáfu bókarinnar gerði ég mér glaðan dag og skellti í dásamlegan eftirrétt sem er ekki bara ofureinaldur og fljótlegur í undirbúningi, heldur jafnframt ómótstæðilega bragðgóður..jummm! Þið bara verðið að prufa – punktur.
IMG_6006 IMG_6007 IMG_6023

Heitur karmellu- og eplaeftirréttur
Fyrir 2
2 epli, afhýdd og skorin í sneiðar
1 – 2 msk karmellusósa
2 msk hveiti
4 msk púðursykur
2 msk smjör
4 msk haframjöl
1/4 tsk kanill

  1. Látið eplasneiðarnar í lítil form og hellið karmellusósu yfir þau.
  2. Blandið hveiti og púðursykri vel saman í skál. Bætið smjöri saman við og blandið þar til myndast hefur deig. Bætið þá haframjöli og kanil vel saman við. Myljið þessu síðan yfir eplin og karmelluna.
  3. Bakið við 175°c í um 35-40 mínútur. Berið fram með vanilluís eða rjóma.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.