Ólífubollur með pestó og parmesanPrenta

Þessar brauðbollur hef ég bakað í nokkur ár og haft gaman af, sérstaklega þar sem þær eru svo dásamlega einfaldar í gerð og þrusuhollar. Það er gaman að bjóða upp á þær með góðum mat eins og súpum nú eða borða þær bara í kaffinu.

IMG_6135 IMG_6144

 

Ólífubollur með pestó og parmesan
5 dl spelthveiti
tsk vínsteinslyftiduft
1 dl fræblanda
1 dl hirsi
tsk salt
10 ólífur, skornar í sneiðar
msk pestó (grænt eða rautt eftir smekk)
msk parmesan ostur, rifinn
tsk agavesíróp
1 dl mjólk
dl sjóðandi heitt vatn

  1. Blandið spelthveiti, lyftidufti, fræjum, hirsi og salti saman í skál og blandið vel saman.
  2. Látið síðan ólífur, pestó, parmesan, agave sýróp, mjólk og sjóðandi vatn út í og blandið saman.
  3. Mótið litlar bollur og látið í 200°c heitan ofn í um 20-25 mínútur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *