Hátíðleg humarsúpa

Home / Forréttir / Hátíðleg humarsúpa

Það er eitthvað svo notalegt við það að gæða sér á humarsúpu, borna fram með nýbökuðu brauði og vel kældu hvítvíni og fyrir mér er þessi þrenna uppskrift að kvöldi sem getur hreinlega ekki klikkað.

Oft er fólk í vandræðum með að finna sína uppáhalds uppskrift að humarsúpu, en hér kemur ein sem hefur reynst mér vel. Hún er ekki flókin, bragðast frábærlega og smellpassar sem ofurljúfur forréttur, nú eða aðalréttur í góðu boði.

Njótið vel kæru lesendur og endið þetta ár með stæl. Árið 2014 verður eitthvað!

IMG_6522

IMG_6526

IMG_6527
Humarsúpa
Fyrir 4
Soð
Skeljar af humrinum
Ljóma smjörlíki
1 lítri vatn
1 dl. mysa
1/2 blaðlaukur
2 gulrætur
1 sellerístilkur
3 hvítlauksrif
1 1/2 tsk madras karrí
2 fiskiteningar
4 nautateningar
1 1/2 msk tómatmauk

  1. Brúnið skeljarnar í potti við mikinn hita upp úr smjörlíki.
  2. Grófsaxað grænmetið er sett út í pottinn ásamt öðru sem er talið upp hér að ofan og látið malla í tæpan klukkutíma.
  3. Soðið er því næst sigtað frá og geymt.

Súpan
1 dós kókosmjólk
2 dl rjómi
50 g hveiti
50 g Ljóma smjörlíki
1/2 búnt steinselja
1 rauð paprika, söxuð
400 g humar

  1. Búið til smjörbollu út smjörlíkinu og hveitinu. Bætið soðinu smátt og smátt út í.
  2. Bætið því næst rjómanum og kókosmjólkinni saman við.
  3. Setjið papriku og steinselju út í og látið malla smástund.
  4. Bætið humrinum saman við rétt áður en súpan er borin fram.
    Berið fram með þeyttum rjóma.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.