Súkkulaði með karmellu Rice Krispies

Home / Fljótlegt / Súkkulaði með karmellu Rice Krispies

Hér er tilbrigði við víðfrægan og óskeikulan barnaafmælisklassíker og sannkölluð lúxusútgáfa. Súkkulaðið er einfalt í gerð en alveg ótrúlega gott  og kemur skemmtilega á óvart. Tilvalið sem einfaldur eftirréttur eftir góðan mat – eða bara hvenær sem hugurinn girnist.

supa-40
Súkkulaði með karamellu Rice Krispies
110 g sykur
2 msk vatn
50 g rice krispies
450 g dökkt gæðasúkkulaði

  1. Látið sykur og vatn saman í pott, hrærið saman og hitið við meðalhita þar til sykurinn hefur leyst upp. Hættið að hræra í blöndunni um leið og hún byrjar að sjóða. Látið sjóða þar til sykurinn hefur fengið á sig gylltan lit.
  2. Takið af hitanum og bætið rice krispie út í og blandið vel saman.  Látið blönduna á olíusmurðan smjörpappír og dreifið vel úr þannig að blandan verði eins þunn og möguleiki er á. Þegar blanda hefur harðnað brjótið þá karmelluna í bita og látið í plastpoka og rúllið yfir hann með kökukefli þar til karmellan er orðin eins og 1-2 hrísgrjón að stærð.
  3. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Hellið bræddu súkkulaðinu á smjörpappír og dreifið úr því.
  4. Stráið rice krispies karmellunni yfir allt súkkulaðið og þrýstið lítillega á það þannig að það fari ofan í súkkulaðið. Geymið í kæli í nokkrar mínútur.
  5. Brjótið súkkulaðið bita og geymið í lokuðu íláti í kæli.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.