Pítsabrauð með bræddum mozzarellaosti

Home / Brauð & samlokur / Pítsabrauð með bræddum mozzarellaosti

Pítsu kunna flestir að meta og hér sameinast gott brauð og pítsa í eitt. Þú velur þitt uppáhalds álegg, lætur ost í miðju brauðsins og niðurstaðan er þetta flotta og nammigóða pítsabrauð sem er víst til að vekja lukku.

IMG_8326 IMG_8367 IMG_8376 IMG_8388

Pítsabrauð
2 tsk þurrger
360 ml volgt vatn
500 g hveiti
2 tsk sjávarsalt
1 1/2 tsk sykur
ca. 4-5 dl af áleggi að eigin vali (t.d. pepperoni,sólþurrkuðum tómötum, vorlauk, ólífum, papriku,hvítlauk).
50 g parmesan, rifinn
230 g mozzarella ostur, rifinn
1 tsk ólífuolía

  1. Stráið gerinu yfir vatnið og leyfið að standa í 3 mínútur.  Bætið síðan hveiti, salti og sykri saman við og blandið saman við með sleif. Bætið síðan álegginu og parmesan ostinum saman við. Deigið á að vera klístrað en bætið við smá hveiti ef þörf er á því.
  2. Látið hefast í klukkustund. Setjið síðan í ísskáp og geymið þar í klukkustund.
  3. Fletjið deigið í ferning á hveitistráðu borði og stráið mozzarellaostinum yfir. Látið svo hliðarnar yfir ostinn þannig að hann sé í miðju brauðsins og lokið endunum þannig að osturinn leki ekki út.
  4. Hitið ofninn á 220°c og leyfið brauðinu að standa á meðan. Bakið í um 35 mínútur eða þar til brauðið er gyllt að lit. Ef brauðið er að dökkna um of, látið þá álpappír yfir það í lokin.
  5. Þegar 3 mínútur eru eftir af bökunartímanum, penslið brauðið með olíu og klárið síðan að baka það.
  6. Leyfið brauðinu að kólna lítillega á grind áður en það er skorið. Berið fram með góðri pítsasósu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.