Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu

Home / Bröns / Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu

Þetta er uppáhalds kakan mín í öllum heiminum…geiminum og hún vann ekki bara hjarta mitt heldur hjörtu allra sem hana smakka…meira að segja sonar míns sem segist ekki borða nnnetur ;).
Hér er á ferðinni frábær útgáfa af franskri súkkulaðiköku með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu. Svo ótrúlega einföld að þið finnið vart einfaldari köku og bragðið..ólýsanlegt,nei sko ÓLÝSANLEGT!!!  Þið verðið bara að prufa.

IMG_8706

IMG_8708 IMG_8714

Frönsk súkkulaðikaka
80 g smjör
100 g suðusúkkulaði
3 egg
3 dl sykur
1 tsk vanilludropar
1 ½ dl hveiti
1 tsk salt

  1. Stillið ofninn á 175°C með blæstri.
  2. Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti við vægan hita.
  3. Þeytið egg og sykur mjög vel saman þar til blandan er létt og ljós.
  4. Bætið hveiti og salti varlega saman við eggjablönduna.
  5. Bætið súkkulaðinu að lokum út í.
  6. Hellið í bökunarform (ég notaði 22cm) og bakið í 15 mínútur í ofninn. Gerið karmellusósuna á meðan.
  7. Eftir 15 mínútur takið þá kökuna þá úr ofninum stráið pekanhnetum yfir og hellið síðan karmellusósunni yfir allt og látið aftur inn í ofn í 20 mínútur.
  8. Þegar kakan er komin úr ofninum stráið þá söxuðu súkkulaði yfir hana.

Karmellusósa
60 g smjör
1 dl púðursykur
2 msk rjómi
100 g pekanhnetur, grófsaxaðar
100 g suðusúkkulaði, saxað

  1. Bræðið púðursykri og smjöri saman í potti.
  2. Þegar þetta hefur blandast vel saman, bætið þá rjómanum út í og hrærið í um mínútu.

Stundum leik ég mér með það á hvaða tímapunkti ég læt karmelluna yfir. Stundum eftir 15 mínútur og stundum þegar að 5-10 mínútur eru eftir að baksturtíma. Hún breytir aðeins um áferð við það en er sjúklega góð hvernig sem er.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.