Skotheldar vatnsdeigsbollur með súkkulaðiglassúr

Home / Eftirréttir & ís / Skotheldar vatnsdeigsbollur með súkkulaðiglassúr

Bolludagur er dagur í miklu uppáhaldi hjá mér og engu minna en þegar en ég var barn. Hér er uppskrift að þessari klassísku góðu með súkkulaðiglassúr sem ætti ekki að klikka. Berið fram með góðri sultu og rjóma, nú eða vanilluís..þar er líka algjört gúmmelaði.

IMG_8952

Skotheldar vatnsdeigsbollur
100gr smjörlíki
2 dl vatn
2 dl hveiti
2 egg

  1. Látið smjörlíki og vatn saman í pott hitið þar til blandan er byrjuð að sjóða. Takið þá pottinn af hellunni og bætið hveitinu saman við og hrærið þar til myndast hefur deigkúla.
  2. Setjið deigið í hrærivél og látið á minnsta hraðann, svo mesti hitinn fari úr deiginu. Á meðan látið þið eggin saman í skál og léttþeytið. Hellið þeim svo smá og smá út í deigblönduna á lágum hraða.
  3. Notið 2 matskeiðar til að móta ca. 8-10 bollur. Látið á ofnplötu með smjörpappír og setjið inn í ofn á 180°c á blæstri í 20-25 mín og opnið ekki ofninn fyrr en að þeim tíma liðnum.

Súkkulaðiglassúr
2 dl flórsykur
1 msk. kakó
2 tsk vanilludropar
1-2 msk kaffi (má sleppa)

  1. Öllu blandað saman og síðan er vatni bætt smátt og smátt saman við þangað til þetta er í æskilegri þykkt.
  2. Bollunum dýft í glassúrinn og þær borðaðar með bestu lyst.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.