Ítölsk tortellini tómatsúpa

Home / Fljótlegt / Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ef það er einhver tímann rétti tíminn fyrir heita súpu að þá myndi ég halda að það væri núna en þegar þessi færsla er skrifuð er úti hin klassíska blanda af rigningu og roki.
Ég rakst á þessa ítölsku tortellinisúpu á Food.com  og leist svo vel á að ég ákvað að prufa. Hér er á ferðinni matarmikil súpa sem vakti mikla lukku hjá heimamönnum enda dásamlega bragðgóð og bæði einföld og fljótleg í gerð.

IMG_9442

IMG_9435

IMG_9431

 

Tortellini tómatsúpa
Fyrir 4
3 msk pressuð hvítlauksrif
1 msk olía
1 l  tómatsafi
250 ml kjúklingasoð (fæst 1líters í fernum í flestum matvöruverslunum annars bara nota vatn og 1-2 kjúklingateninga)
400 g dós með niðurskornum (diced) tómötum
250 ml rjómi
2 1/2 msk þurrkuð basilíka (stundum nota ég ferska þá um 25 g)
60 g smjör
250 g tortellini með ostafyllingu

  1. Steikið hvítlaukinn upp úr olíunni þar til hvítlaukurinn hefur brúnast lítillega en passið að hann brenni ekki.
  2. Blandið tómatsafa, kjúklingakrafti og tómötunum saman við. Hitið að suðu og leyfið þessu að malla í 15-20 mínútur.
  3. Bætið þá basilíku og tortellini saman við  og sjóðið í 5-8 mínútur.
  4. Bætið smjöri og rjóma hægt úti og hrærið stöðugt yfir lágum hita þar til súpan er orðin heit en látið hana alls ekki sjóða.
  5. Setjið súpuna í skálar, rífið parmesan yfir og berið fram með góðu salati og/eða brauði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.