Fyrsta matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera kom út stuttu fyrir jól og fékk frábærar viðtökur. Bókin hefur að geyma rétti sem einfalt og fljótlegt er að útbúa og þar sem hráefnum er haldið í lágmarki og flækjustiginu jafnframt. Í þessari bók má finna bragðgóðar uppskriftir að bragðgóðum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum.
Í tilefni þess að páskahátíðin gengur nú í garð ætla ég að deila með ykkur uppskrift út bókinni að fljótlegum og einföldum eftirrétti sem allir elska – og þá meina ég allir!
Fljótlegir réttir fyrir sælkera
Hér er á ferðinni heitur eplamulningur með múslí og hvítu súkkulaði sem hreinlega bráðnar í munni. Það tekur innan við 10 mínútur að útbúa þennan eftirrétt sem er langbestur borinn fram með vanilluís.
Hinn fullkomni eftirréttur – eplamuningur sem bráðnar í munni
Þegar maður hefur ekki tíma eða nennir ekki alveg að gera eplakökuna en langar samt í eitthvað sætt og ljúffengt þá leysir þessi uppskrift fullkomlega málið. Ekki sakar að hér er hollustan ansi há miðað við meðal-eftirréttinn – múslí og ávextir í fyrirrúmi!
Heitur eplamulingur með hvítu súkkulaði
250 g stökkt múslí
2 græn epli, afhýdd og skorin í teninga
1 banani, skorinn í sneiðar
100 g hvítir súkkulaðidropar
100 g rjómasúkkulaði, skorið í bita
1 msk kanill
2 msk púðursykur
100 g smjör
- Blandið öllu saman og hellið í eldfast mót.
- Bakið í 175°c í 30 mínútur.
- Berið fram heitt með vanilluís eða rjóma.
Leave a Reply