Stökkir nammibitar

Home / Hollara nammi / Stökkir nammibitar

Rice Krispies, hunang, hnetusmjör og súkkulaði er allt sem þar til að gera þessu einföldu en um leið dásamlegu nammibita sem eru stökkir með ljúfri karmelluáferð. Tilbúnir á innan við 30 mínútum fyrir okkur að njóta.

IMG_0447

IMG_0449

IMG_0467

IMG_0492

IMG_0347

Stökkir nammibitar
170 ml hunang
130 g hnetusmjör
70 g Rice Krispies
250 g Síríus Konsum súkkulaðidropar

  1. Bræðið hunang og hnetusmjör saman við vægan hita. Takið af hitanum, bætið Rice Krispies út í og blandið þessu vel saman. Hellið síðan blöndunni í form með smjörpappír og pressið niður með skeið.
  2. Bræðið súkkulaðidropana í vatnsbaði eða í örbylgjuofni og hellið síðan bræddu súkkulaðinu yfir Rice Krispies blönduna. Setjið í frysti í um 20-30 mínútur. Takið út og skerið í bita stærð að eigin vali.
  3. Geymist í lokuðu íláti í kæli eða frysti í allt að viku.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.