Parmesan ýsa uppáhald allra

Home / Fiskur / Parmesan ýsa uppáhald allra

Maður á aldrei nógu mikið af uppskriftum sem sýna aðrar leiðir til að elda ýsu en gömlu soðninguna. Hér er ein sem notar ofngrillið og parmesan-smjör sem borið er á fiskinn undir lok eldamennskunnar. Hráefnin í parmesan smjörinu eru sérstaklega viðkvæm fyrir ofeldun og bruna þannig að fylgist vel með fiskinum þessar síðustu mínútur. Ef vel tekst til þá skilar parmesan smjörið sérstaklega ljúffengum hjúp um fiskinn þegar hann spriklar út úr ofninum og yfir á diskana.

parmesan

Parmesan ýsa
Fyrir 4
Eldunartími 15 mínútur

800 g ýsuflök, roðflett
50 g parmesan ostur, rifinn
60 g smjör, mjúkt
3 msk majones
2 msk safi úr sítrónu
1 tsk basil, þurrkað
½ tsk hvítlauksduft
svartur pipar

  1. Blandið saman í skál osti, smjöri, majones og sítrónusafa. Kryddið með basil, hvítlauksdufti og svörtum pipar. Blandið vel saman og geymið.
  2. Raðið flökunum á olíusmurt ofnfast mót. Saltið og piprið.
    Grillið í ofni í 2-3 mínútur. Snúið síðan flökunum við og grillið á hinni hliðinni í svipaðan tíma. Takið þau næst úr ofninum og látið parmesanostablönduna yfir þá hlið sem á að snúa upp. Látið aftur inn í ofn í 2-3 mínútur. Varist að ofelda fiskinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.