Epla- og ostafylltar kjúklingabringur

Home / Fljótlegt / Epla- og ostafylltar kjúklingabringur

Í nýjsta tölublaði Nýs lífs má finna nokkrar góðar og girnilegar uppskriftir frá GulurRauðurGrænn&salt og meðal annars þennan skemmtilega rétt að fylltum kjúklingabringum með eplum- og osti sem þið verðið hreinlega að prufa.

IMG_9696

Epla- og ostafylltar kjúklingabringur
Fyrir 4-5
4 – 5 kjúklingabringur
salt og pipar
2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla teninga
½ tsk hvítlaukssalt
200 g rifinn ostur
3 msk brauðrasp
2 msk ólífuolía
480 ml kjúklingasoð
2 msk kalt vatn
1 msk sterkja, t.d. hveiti
fersk steinselja, söxuð

Skerið vasa í þykkasta hluta kjúklingabringunnar. Saltið og piprið bringurnar.

Setjið eplabita, rifinn ost, brauðmylsnur og hvítlaukssalt saman í skál og blandið vel saman. Skiptið fyllingunni niður á kjúklingabringurnar.

Látið olíu á pönnu og steikið kjúklingabringurnar við meðalhita á um 5 mínútur á hvorri hlið. Gott er að loka fyrir fyllinguna með tannstönglum meðan bringurnar eru steiktar. Bætið því næst kjúklingakraftinum út á pönnuna og leyfið þessu að malla í 10-15 mínútur eða þar til kjúklingabringurnar eru fulleldaðar.

Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið á disk. Bætið vatni og sterkju út á pönnuna, hitið að suðu og hrærið stöðugt þar til sósan hefur náð æskilegri þykkt. Hellið smá af sósunni yfir kjúklingabringurnar og skreytið með steinselju. Berið kjúklingabringurnar fram með sósunni og t.d. tagliatelle og góðu salati.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.