San Sebastian og grillaðar tígrisrækjur með hvítlauk

Home / Fljótlegt / San Sebastian og grillaðar tígrisrækjur með hvítlauk

photo (1)

Eins og kannski mörg ykkar vitið var það ferð til Barcelona og allur góði maturinn sem ég fékk þar sem varð innblásturinn að þessari síðu. En það gefur mér ótrúlega mikið að fara til annarra landa og fá að kynnast matarvenjum og siðum innfæddra. Ég hef nokkrum sinnum farið í heimaskipti en þá skiptum við um heimili við fólk og oft einnig bíla. Ekki aðeins hefur þetta mikinn sparnað í för með sér þegar maður á stóra fjölskyldu heldur er einnig stór kostur við þetta að þú gistir á stað sem er oft fjarri ferðamannastöðunum og er því meira “local” og upplifunin verður um leið allt önnur en þegar gist er á hóteli. Ferðamáti sem hefur reynst mér vel og ég mæli svo sannarlega með.

san1

Þetta sumarið varð San Sebastian fyrir valinu en það er í Baskahéruðunum. Ég hafði heyrt mikið um matinn sem þar var hægt að fá og var því ansi spennt. Eins og vanarlega þegar að ég fer til útlanda, leggst ég í nokkra undirbúningsvinnu áður en lagt er af stað. Ég nota tripadvisor mikið en þar er hægt að lesa umfjallanir um veitingastaði hvers lands fyrir sig og leggja grunninn að ferðalagi bragðlaukanna. Að auki pantaði ég mér ferð með leiðsögumanni frá San Sebastian sem fór með okkur um Gamla bæinn þar sem allir helstu veitingastaðirnir eru og kenndi okkur að borða eins og innfæddir. En oft dugði bara að fylgja gömlu körlunum á milli staða, þeir vissu alveg hvað þeir voru að gera.

photo (19)

san12

Niðurstaðan var ólýsanleg upplifun í mat og drykk. Drukkið var cider (cidra) en það er drykkur sem svipar kannski helst til hvítvíns. Drykkinn hella þeir úr mikilli fjarlægð í stórt glas, en bara botnfylli. Þetta er gert til að fá gos í cidrann. Ég elskaði þennan drykk en hann er ekki allra og eiginlega bæði beiskur og súr á sama tíma og frekar lítið gerjaður.

san2

Svo er flakkað á milli staða og gætt sér á smáréttum sem svipar til tapas og er í Baskahéruðunum kallað pintxos sem eru yfirleitt bornir fram með kokteilpinna og á brauði. Réttirnir liggja yfirleitt á barnum og þú velur bara það sem þér lýst vel á . Á stöðunum er yfirleitt staðið við barborðið eða við há borð á stöðunum sjálfum og sjaldan sem það er setið við borð. Þetta skapar skemmtilega og líflega stemmningu. Svo pantar maður sé pintxos og cider á einum stað og röltir svo á næsta stað og fær sér annan rétt…og annan cider og svo framvegis.

san4  photo (2)

photo (14)  san11

Ótrúlega gott salat með grilluðum geitaosti, risarækjur með hvítlauksmauki (þvílíkur réttur), green peppers með sjávarsalti (svipar til chilí en er ekki sterkur) og besta ostakaka sem ég hef á ævinni bragðað með brenndri karmellu.

photo (10)

Ég og Vicky frá San Sebastian food eftir dásamlega matarupplifun 

San Sebastian er sú allra fegursta og hreinasta borg sem ég hef farið til og hvað matinn varðar að þá skipti engu máli hvernig hann leit út eða hvað þú borðaðir, allt bragðaðist þetta dásamlega og þarna bragðaði ég besta mat sem ég hef á ævinni bragðað. Fyrir mataráhugamenn mæli ég svo sannarlega með þessum gimsteini.

 

Ég læt hér fylgja með uppskrift að laufléttri uppskrift sem svipar til smárréttar sem ég fékk í San Sebastian. Rétturinn samanstendur af risarækjum, ríflegu magni af hvítlauk, steinselju og fleira gúmmulaði og er fullkominn sem smáréttur eða ofureinfaldur kvöldmatur með t.d. tagliatelle. Rækjurnar komu frá Sælkerafiski og voru stórar og bragðgóðar. Ég vona að þið njótið vel!

IMG_3121

IMG_3173

IMG_3248

IMG_3261

IMG_3276

Grillaðar tígrisrækjur með hvítlauk
Fyrir 2-3
600 g tígrisrækjur, t.d. frá Sælkerafiski
60 ml ólífuolía
5-6 hvítlauksrif, smátt söxuð
fersk steinselja, söxuð
klípa af chilíflögum
sjávarsalt
pipar

  1. Blandið olíu, hvítlauk, steinselju og tígrisrækjum saman í skál, saltið og piprið. Látið marinerast í klukkustund.
  2. Takið tígrisrækjurnar úr marineringunni og þræðið upp á grillpinna. Grillið við meðal hita í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær hafa fengið gullinn lit (varist að grilla þær of lengi)
  3. Berið fram einar og sér eða með tagliatelle og bætið þá við olíu og saltið síðan og piprið að eigin smekk.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.