Frábæra skúffukakan hennar Ólafíu

Home / Kökur & smákökur / Frábæra skúffukakan hennar Ólafíu

Það er mikil nostalgía fólgin í þeirri athöfn að baka skúffuköku. Að finna lyktina af mjúkri súkkulaðikökunni læðast um húsið, hella súkkulaðikremi yfir volga kökuna, strá kókosmjöli yfir kremið, skera mjúka kökuna í bita og…..ummmm.  Bættu við ískaldri mjólk og dagurinn verður vart betri.
Ég hef prufað margar skúffukökuuppskriftirnar en alltaf kem ég til baka til þessarar enda er hún bæði einföld, mjúk og svo ótrúlega góð. Uppskriftina fékk ég fyrir möööörgum árum á http://uppskrift.belgur.net en þar er hún tileinkuð henni Ólafíu og hef ég oft hugsað hlýlega til hennar. Ólafía ef þú ert að lesa – þúsund þakkir – þetta er sú allra besta! Þessi uppskrift er frekar lítil þannig að til að hún passi í ofnskúffu tvöfalda ég hana alltaf. Allir skúffukökuelskendur þarna úti – þessa verðið þið hreinlega að prufa.

IMG_3390

 

IMG_3412

Skúffukaka Ólafíu
3 1/2 dl sykur
175 g lint smjör
2 egg (við stofuhita)
4 1/2 dl Kornax hveiti
1 tsk. natron (matarsódi)
1/2 tsk. lyftiduft
1 1/2 dl vatn (kalt)
3 tsk. vanillusykur
1 dl. dökkt kakó, t.d. frá Nóa Síríus
1 tsk. salt
2 dl súrmjólk

  1. Þeytið smjör og sykur saman og bætið síðan eggjunum saman við, einu í einu og hrærið vel á milli.
  2. Blandið þurrefnunum saman við og setjið til skiptis saman við hræruna á móti súrmjólkinni og vatninu. Ekki hræra lengi þegar þurrefnin eru komin saman við.
  3. Skúffan smurð og deigið sett í. Bakað í 20-30 mínútur við 200°c  (180°c með blæstri) í miðjum ofni.
  4. Gerið skúffukökukrem og setjið á kökuna. Stráið kókosmjöli yfir ef ykkur líkar það.

Skúffukökukrem
100 g brætt smjör
6 dl flórsykur
3 1/2 msk. kakó (dökkt)
3 msk. kaffi (set þó eins og þarf þangað til ég finn rétta þykkt á kreminu)
3 tsk. vanillusykur

  1. Öllu hrært saman.

Skúffukökukrem 2
150 g mjúkt smjör
1 bolli flórsykur
1/3 bolli kakó fyrir meðaldökkt krem (1/2 fyrir dökkt krem)
2 msk síróp
1 tsk vanilludropar
nokkrar msk. mjólk, fer eftir hversu þykkt kremið á að vera

  1. Öllu hrært saman.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.