Það er ekki úr vegi nú þegar að haustið er mætt og farið að dimma að birta uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hér erum við að tala um himneskan forrétt sem vekur alltaf lukku og er sérstaklega einfaldur í gerð en heiðurinn af uppskriftinni á Magnús Magnússon viðskiptafræðingur og ástríðukokkur, en það er alltaf sérstakt tilhlökkunarefni að vera boðið í mat til hans.

Hörpudiskurinn kemur frá Sælkerafiski og fæst í tveimur stærðarflokkum, ég kýs að nota minni tegundina í þessa uppskrift, en að sjálfsögðu gengur hinn líka. Hörpudiskurinn frá Sælkerafiski fæst í öllum helstu matvöruverslunum landsins.

IMG_3920-2

 

Hörpudiskur með gráðostasósu og vínberjum
Fyrir 4-6 manns
700 g hörpudiskur frá Sælkerafiski
1 1/2 peli rjómi
ca 100 g gráðostur
væn klípa af smjöri
1 eggjarauða
vínber, steinhreinsuð og skorin í tvennt
ristað brauð, skorið í tvennt

  1. Byrjið á að léttsteikja hörpudiskinn, setja í skál hann í skál og hella soðinu í aðra skál. Haldið þessu heitu.
  2. Setjið rjóma og gráðost á pönnuna, bætið hluta af soðinu saman við og hitið við meðalhita og hrærið rólega í sósunni. Þegar hún er farin að hitna og gráðosturinn hefur bráðnað látið þið væna klípu af smjöri saman við. Að lokum setjið þið síðan 1-2 eggjarauður út í sósuna, en athugið að sósan má ekki sjóða eftir að eggjarauðan er komin út í.
  3. Sósan sett á disk, hörpudiskurinn ofan á + vínber og borið fram með ristuðu brauði,Ef fólk vill meira gráðostabragð eða minna má alltaf smakka sig til með það, en gera það áður en eggjarauðurnar eru látnar út í.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.