Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon, döðlum og hvítlauk

Home / Fljótlegt / Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon, döðlum og hvítlauk

Hér er á ferðinni vinningsréttur úr matreiðslubókinni GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera en í henni má finna uppskriftir af hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn.

 3.13. Grantíneraður kjúklingaréttur


Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon, döðlum og hvítlauk

Fyrir 4-5
Eldunartími 30 mínútur

1 heill kjúklingur, eldaður
150 g spínat
100 g beikon, smátt skorið
70 g döðlur, smátt skornar
4 stór hvítlauksrif, pressuð
1 msk oregano þurrkað
3 dl vatn
2 dl matreiðslurjómi
3 msk rjómaostur
1 kjúklingateningur
1/2 grænmetisteningur
Rifinn ostur

  1. Brúnið beikonið á pönnu.
  2. Bætið hvítlauknum út á pönnuna og steikið með beikoninu í örskamma stund, setjið þá döðlurnar út í ásamt vatninu, oregano og teningunum. Látið malla saman svolitla stund.
  3. Setjið spínatið í botninn á eldföstu móti og stráið kjúklingnum þar yfir.
  4. Bætið matreiðslurjómanum og rjómaosti út á pönnuna og sjóðið niður sósuna í ca. 5 mín. Þegar sósan er tilbúin, hellið þá þessari gúrmei blöndu yfir kjúklinginn og passið að döðlurnar og beikonið dreifist jafn yfir kjúklinginn.
  5. Setjið því næst rifna ostinn yfir allt saman og bakið í ofni þar til osturinn er orðinn gylltur og fallegur.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.