Lambahryggsvöðvi með ólífu- og chilímauki

Home / Fljótlegt / Lambahryggsvöðvi með ólífu- og chilímauki

 

Umhverfis Ítalíu – Fiskfélagið

6  7
Ég fór á Fiskfélagið í síðustu viku en frá 8. – 27. október eru þeir með matseðil þar sem kokkarnir hafa útbúið ferðalag bragðlaukanna um Ítalíu. Þar má finna sjö rétta matseðill með sérvöldu íslensku hráefni, kryddað með keim af borginni eilífu. Matseðillinn samanstendur meðal annars af rauðsprettu, kálfaþynnum, saltfiski og risotto, hægelduðum nautarifjum, frosnum limoncello og að ónefndum himnesku tiramisu með hindberjum og hvítu súkkulaði. Með þessum réttum voru borin fram sérvalin vín með hverjum rétti.

3  5

Þessi kvöldstund var ógleymanleg og Fiskfélagið tók ekki feilsport. Þjónustan var fyrsta flokks, maturinn ólýsanlega góður og vínin mörg hver þau bestu sem ég hef drukkið til þessa. Stemmningin á staðnum var góð enda fullt út úr dyrum og umhverfið hlýlegt. Ég gef þessari upplifun fimm stjörnum og mæli svo sannarlega með því að þið kíkið á Ítalska daga á meðan þeir standa yfir. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Helgaruppskriftin
Helgaruppskriftin að þessu sinni kemur frá góðvinkonu minni og ástríðukokkinum henni Nigellu Lawson en hér má finna ótrúlega einfalda og skemmtilega uppskrift af lambahryggsvöða með ólífu- og chilímauki. Ferskur og hollur réttur sem smellpassar inn í helgina, en hér erum við að tala um veislumat án mikillar fyrirhafnar.  Ég keypti hálfan hrygg og lét skera hrygginn niður. Með þessu mælum við svo með spænska rauðvíninu Campo Viejo Tempranillo.

IMG_5136

IMG_5139

IMG_5085

 

Lambahryggsvöðvi með ólífu- og chilímauki
12 lambahryggsvöðvar
ólífuolía
3 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
1 tsk chilíflögur
1 tsk oregano
hýði (fínrifið) og safi af 1 sítrónu
1 tsk sjávarsalt
15 svartar ólífur, sneiddar
1 chilí, fræhreinsað og saxað

  1. Setjið lambahryggsvöðvann í plastfilmu og fletjið aðeins út með kökukefli. Setjið á disk.
  2. Hellið 4 msk af ólífuolíu yfir og stráið síðan hvítlauk, chilíflögum, oregano, sítrónubörk og sítrónusafa. Setjið síðan salt og ólívur saman við og nuddið kryddunum vel inn í kjötið á báðum hliðum.Hyljið með plastfilmu og leyfið að marinerast við stofuhita í 20 mínútur.
  3. Hitið 2 msk af olíu á pönnu. Látið marineringuna detta af kjötinu og steikið kjötið síðan á pönnunni við frekar háan hita í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til þær hafa brúnast.
  4. Setjið á meðalhita og hellið þá marineringunni út á pönnuna. Bætið 2 msk af vatni saman við og leyfið að malla í um 5 mínútur eða þangað til þær eru orðnar steiktar að ykkar smekk.
  5. Setjið lambakjötið á fat og hellið marineringunni yfir það og stráið söxuðu chilí yfir allt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.