“Rocky road” nammibitar með lindubuffi og karamellu

Home / Fljótlegt / “Rocky road” nammibitar með lindubuffi og karamellu

Næsti gestabloggari á GulurRauðurGrænn&salt er Melkorka Árný Kvaran íþrótta- og matvælafræðingur. Melkorka er eigandi og stofnandi fyrirtækisins Kerrupúl sem er með sérsniðin námskeið hugsuð fyrir mæður í fæðingarorlofi þar sem barnið kemur með i vagninum meðan móðirin styrkir sig eftir barnsburð, jafnt líkamlega sem andlega.
Melkorka er einnig með útipúlsnamskeið i Laugardalnum og eru þau hugsuð fyrir alla þá sem hafa áhuga á að auka almennt hreysti og þrek með hlaupum og æfingum með eigin likamsþyngd en nánari upplýsingar um þessi námskeið má finna a 
www.pul.is.
Melkorka gleður hjörtu okkar með uppskrift af dásamlegu nammibitum sem svíkja engan, við gefum henni orðið.

kerru1 kerru2 kerru3 kerru4

Námskeið í góðum félagsskap og fallegu umhverfi

“Ég er hlaupari og þjálfari og hreyfing er bæði mitt helsta áhugamál og atvinna. Ég nýt þess að miðla, fræða og leiðbeina fólki í rétta átt að bættri heilsu og aukinni vellíðan.
Ég er líka sælkeri, ég hef alltaf verið sælkeri og ég mun alltaf vera sælkeri. Ég hef líka oft furðað mig á því að Lindubuff sé ekki notað meira í eftirréttauppskriftir og því hef ég útfært þessa fáránlega góðu nammibita eftir mínu höfði og það með lindubuffi í. Ég hef gaman af því að baka með börnunum mínum og ég hef einnig mjög gaman af því að gefa vinum og ættingjum gott konfekt eða svona nammibita í poka við hin ýmsu tilefni. Fá hráefni í uppskrift og fljótlegar uppskriftir hafa heillað mig í gegnum árin og þessi sælgætisuppskrift stenst því allar mínar kröfur, fá hráefni, fljótleg og einföld í framkvæmd, súkkulaði, karamella og hnetur í bland við lindubuffið gera þessa gómsætu nammibita nánast ómótstæðilega. Þetta er algjör orkubomba og því mæli ég með því að fara varlega í skammtana. Allt er best í hófi”.

 

IMG_5148
Bitarnir í undirbúningi
IMG_5249
Ommnomm
“Rocky road” nammibitar
200 g salthnetur
50 g pekanhnetur
200 g Dumble karamellur
3 stór lindubuff
500 g suðusúkkulaði
  1. Setjið smjöpappír í stórt eldfast mót. Þekið botninn af hnetum.
  2. Skerið karamelluna og lindubuffið í litla bita og dreyfið yfir hneturnar.
  3. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir. Ýtið við hnetum og sælgæti svo súkkulaðið nái í gegnum blönduna og þekji allt vel.
  4. Kælið í ískáp og brjótið/skerið í bita áður en borið er fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.