Bacalo fyrir sælkera

Home / Fiskur / Bacalo fyrir sælkera

Á Spáni og raunar flestum miðjarðarhafslöndum er saltfiskur yfirleitt borinn fram talsvert minna saltur en hér á landi. Þurrkaður fiskurinn er útvatnaður í 2 sólarhringa eða lengur, þ.e. látinn standa í vatni sem skipt er reglulega um. Mörg dæmi eru um það meðal Íslendinga að fólk hafi fyrst fengið smekk fyrir saltfiski eftir að hafa fengið hann í útlöndum. Hér er einn réttur á spænska mátann, afar auðveldur og bragðgóður. Og ekki bara það heldur líka ein af þessum „allt í einum potti“-uppskriftum sem auðvelda ekki bara matseldina heldur spara líka fráganginn! Með þessu drukkum við ítalska rauðvínið Mezzacorona Merlot sem er flott með þessum rétti.

3.10 Bacalo
Bacalao – saltfiskréttur fyrir sælkera
fyrir 4
Eldunartími 45 mínútur

800 g saltfiskur (eða hvítur fiskur að eigin vali)
8 kartöflur, afhýddar og skornar i skífur
2 laukar
1 dl ólífuolía
4-6 grillaðar paprikur, skornar gróft
1 rautt chilí, saxað
4 hvítlauksrif, saxað
2 dósir niðurskornir tómatar
100 g ólífur
1 búnt basilíka, söxuð
salt og pipar

  1. Skerið fiskinn í bita.
  2. Hitið 1 dl af ólífuolíu á pönnu eða í potti. Steikið kartöflurnar, lauk, hvítlauk og chilí þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið tómötum og papriku saman við og saltið og piprið.
  3. Látið fiskinn út i og látið malla í 30-45 mínútur. Hristið pönnuna einstaka sinnum til en hrærið ekki í blöndunni. Setjið að lokum ólífur og basilíku út í. Smakkið til með salti og pipar.

 Mælt með þessu rétti ítalska rauðvínið Mezzacorona Merlot 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.